Regnbogi

Jónas Erlendsson

Regnbogi

Kaupa Í körfu

Norðan í Arnarstakksheiði austanmegin við Vatnsá í Mýrdal eru gamlir Selhellar sem voru á árum áður notaður sem fjárbyrgi Reynishverfinga. Þeir eru taldir sérkennilegir vegna þess að þeir eru í lögun eins og innyfli úr sauðkind og kallast þeir Vömb, Keppur, Laki, Vinstur og Langi. Á myndinni er Grétar Einarsson að ganga upp að hellunum en hann er að vinna við að taka GPS punkta af stöðum sem taldir eru hafa eitthvert sögulegt gildi fyrir Mýrdalshrepp. Hreppurinn hyggst nota upplýsingarnar fyrir aðalskipulag sem verið er að vinna við. Vonandi hefur Grétar munað eftir að óska sér því að það er trú manna að ef maður kemst undir regnboga sé hægt að óskað sér hvers sem er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar