Þota frá Czech Airlines

Sverrir Vilhelmsson

Þota frá Czech Airlines

Kaupa Í körfu

Lenda varð tékkneskri farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli vegna hótunar um sprengju um borð í vélinni. Farþegaþotan var stödd 600 mílur suðvestur af Reykjanesi. Þegar flugstjórn í Reykjavík var tilkynnt um sprengjuhótunina og var þá sett í gang neyðaráætlun á flugvellinum. Vélin lenti síðan í Keflavík kl. 17.47 með 174 farþega innanborðs og 10 manna áhöfn. ( Tékkneska Airbus A310-þotan sem sneri til Keflavíkur vegna sprengjuhótunar sem barst Czech Airlines er hún var á leið frá Prag til New York lenti klukkan 17:57 á Keflavíkurflugvelli. Eftir lendingu var henni ekið inn á braut 07-25 þar sem hún var látin nema staðar. Í fyrstu atrennu verða farþegar þotunnar fluttir með rútum í slökkvistöðina á flugvellinum og þangað verður einnig farið með farangurinn og þeir látnir bera kennsl á hann ásamt því sem leitað verður í flugvélinni sjálfri að ætlaðri sprengju. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar