Gullshólmi

Gunnlaugur Árnason

Gullshólmi

Kaupa Í körfu

Á föstudagskvöld sigldi nýtt fiskiskip inn í höfnina í Stykkishólmi. Það heitir Gullhólmi SH 201 og er í eigu Sigurðar Ágústssonar ehf. Skipið er 324 brúttórúmlestir, 49 metra langt og 7,5 metra breitt. Skipið var smíðað í Noregi árið 1964. Það kom nýsmíðað til Íslands og hefur öll þessi 40 ár heitið Þórður Jónasson sem er óvenjulega langur tími undir sama nafni. Skipið var gert út sem nótaskip, en fær nýtt hlutverk. MYNDATEXTI: Nýtt nafn eftir 40 ár: Gullhólmi SH 201 fánum prýddur eftir að hann kom til nýrrar heimahafnar í Stykkishólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar