Thomas Ekman á Grand Hóteli

Sverrir Vilhelmsson

Thomas Ekman á Grand Hóteli

Kaupa Í körfu

Thomas Ekman, lögreglumaður í Gautaborg, flutti erindi um sænsku vændislögin á hádegisfundi á Grand Hóteli í gær Thomas Ekman fer fyrir teymi lögreglunnar í Gautaborg sem vinnur gegn mansali og vændi. Vændisiðnaðurinn snýst einvörðungu um peninga og vændismiðlarar svífast einskis til að græða sem mest. Sænsku lögin, þar sem kaupandi vændis er sekur, eru mikilvæg leið til þess að gera vændismiðlurum erfiðara fyrir. Þetta kom fram í máli Thomasar Ekman á hádegisfundi á Grand Hóteli í gær. Ekman er lögreglumaður og er yfirmaður teymis sem tekst á við vændi og verslun með konur innan lögreglunnar í Gautaborg. Hann er hér á landi í boði 14 aðila, mest kvennasamtaka, sem hafa lýst yfir stuðningi sínum við vændisfrumvarpið svonefnda sem nú liggur fyrir Alþingi en það felur í sér að farin verði hin sænska leið og kaup á vændi gerð ólögleg. MYNDATEXTI: Fjölmargir hlýddu á erindi Thomas Ekmans um reynsluna af sænsku vændislögunum á fundi á Grand Hóteli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar