Leikhússafn

Ásdís Ásgeirsdóttir

Leikhússafn

Kaupa Í körfu

Leikminjasafn Íslands var formlega stofnað 9. mars sl., þegar liðin voru 170 ár frá fæðingu Sigurðar Guðmundssonar málara (1833-1874). Fyrsta verkefni hins nýstofnaða safns var að setja upp sýningu um Sigurð Guðmundsson málara, líf hans og list, í heimabyggð hans í Skagafirði. Sýningin var því upphaflega opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki 27. apríl sl. og sýnd fram eftir sumri, en laugardaginn 15. nóvember sl. var hún síðan opnuð í gamla Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu í Hafnarfirði. Sýningin í Safnahúsinu var unnin í samvinnu við skagfirsk söfn og Þjóðminjasafnið, en samstarfsaðilar nú eru Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði, Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Hafnarfjarðarbær. MYNDATEXTI: Ólafur Engilbertsson og Jón Viðar Jónsson í gamla Gúttó í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar