Norræna skólahlaupið

Helga Mattína Björnsdóttir

Norræna skólahlaupið

Kaupa Í körfu

HVER fallegi morgunninn rekur annan hér á heimskautabaug. Veðurblíða, öflug sjósókn og litadýrð himins einkennir dagana. Skólastjóri grunnskólans, Dónald Jóhannesson, notaði því tækifærið og ræsti skólabörnin út í Norræna skólahlaupið. Þetta er samnorrænt verkefni allra grunnskóla á Norðurlöndum sem á sér áratuga hefð. Gott átak og uppbyggjandi fyrir nemendur. Því strax og skóli hefst að hausti, er farið að æfa og hlaupið af og til, eftir veðri og vindum, þar til sjálfur hlaupadagurinn er valinn. Skólabörnin 13 í Grímsey hlupu öll - samtals 57,5 km - og voru hin ánægðustu með árangurinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar