Hárgreiðsla

Hárgreiðsla

Kaupa Í körfu

VETRARHÁRTÍSKAN var kynnt á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi þegar hárgreiðslufólk í alþjóðasamtökum hárgreiðslufólks, Intercoiffure, mundaði skæri, greiður og jafnvel rakvélar af miklu listfengi. Hárgreiðslufólkið er nýkomið af Intercoiffure-sýningu í París þar sem sóttar voru hugmyndir til að vinna frekar úr. Þema kvöldsins í gær var "villt og létt", eða frá klassík til pönks. Nítján hármódel tóku þátt í sýningunni auk 20 hárgreiðslumanna og -kvenna að ógleymdum 20 ungliðum í hárgreiðslugeiranum. "Afslöppuð sýning með götuívafi," sagði Simbi hárgreiðslumeistari á síðustu stigum undirbúnings í gærkvöldi. "Það er allt í tísku, t.d. jarðlitir og harðir litir og stutt hár jafnt sem sítt. Við notum rakvélar til að skera hár strákanna, til að ögra svolítið. Á stelpunum er hárið lengt og stytt." Á myndinni er hárgreiðslufólkið Simbi og Anna að greiða módelinu Sigrúnu, rétt áður en sýningin hófst í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar