Leikskólinn 35 ára

Leikskólinn 35 ára

Kaupa Í körfu

Þorlákshöfn | Leikskólinn Bergheimar í Þorlákshöfn er 35 ára um þessar mundir, starfsemin hófst 1968 með sumarskóla sem hafði aðstöðu í barnaskólanum. Áður hafði Kvenfélag Þorlákshafnar starfrækt gæsluvöll frá 1966 sem opinn var tvo mánuði yfir sumartímann. Núverandi rekstrarform, það er heilsárs skóli, hefur verið síðan í ársbyrjun 1975. Starfsemin hófst í viðlagasjóðshúsi en núverandi aðstaða var tekin í notkun 1983 en viðbygging við hana 1998. Skólinn í dag er þriggja deilda leikskóli og tvær eru heilsdagsdeildir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar