Viðskipti

Árni Torfason

Viðskipti

Kaupa Í körfu

Skiptar skoðanir eru um hvernig lagasetningu varðandi vændi skuli háttað en þrjú sjónarmið virðast eiga mestu fylgi að fagna. Í fyrsta lagi að kaup á vændi verði ólögleg, í öðru lagi að vændi verði með öllu löglegt og í þriðja lagi að kaup og sala séu ólögleg. .............. Umræðan um vændi hefur sjaldan verið eins mikil á Íslandi og undanfarið en nú liggur fyrir á Alþingi frumvarp þess efnis að kaup á vændi verði gerð refsiverð. Vændi er ólöglegt á Íslandi í dag sé það stundað til framfærslu og getur refsingin verið allt að tveggja ára fangelsi. Þá er ólöglegt að hafa atvinnu eða viðurværi af lauslæti annarra. Þessi lög hafa staðið óbreytt frá árinu 1940 en í Hæstarétti hafa einungis fallið fjórir dómar sem lúta að vændi. MYNDATEXTI: Miklar umræður hafa spunnist um hvort kaup á vændi skuli vera ólögleg í þingheimum, sem og hjá almenningi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar