Hamar

Margret Ísaksdóttir

Hamar

Kaupa Í körfu

Góð frammistaða og þátttakendur einstaklega prúðir Fimleikadeild Hamars hélt fyrir skömmu mót í hópfimleikum. Kallaðist mótið "Míní" trompmót þar sem það var ætlað þeim hópum sem eru að byrja að æfa hópfimleika. Mót sem þetta er ætlað sem undirbúningur fyrir hópana áður en haldið er á stærri mót. Á mótinu var eingöngu keppt á dýnu og trampolíni - en vanalega er líka keppt í dansi. Tveir elstu fimleikahóparnir í Hamri aðstoðuðu stjórn og þjálfara deildarinnar við framkvæmd mótsins og stóðu þeir sig með stakri prýði. Þátttakendur stóðu sig allir mjög vel og var áberandi hvað allir voru prúðir meðan á keppni stóð. MYNDATEXTI: Sumir tóku lukkudýrin með á mótið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar