Ársfundur SHS

Júl. Sigurjónsson

Ársfundur SHS

Kaupa Í körfu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staðfest sameiningu almannavarnanefnda á höfuðborgarsvæðinu og starfar lögreglustjórinn í Reykjavík með nefndinni að ákvörðun ráðherra. Þórólfur Árnason stjórnarformaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins fagnaði þessum tímamótum í ræðu sinni á ársfundi SHS í gær og sagði að hér eftir yrði skipulag viðbragðs við hættuástandi allt á einni hendi af hálfu þeirra átta sveitarfélaga sem sameinuð almannavarnanefnd starfar fyrir. Myndatexti: Forsvarsmenn sveitarfélaga sátu ársfund Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, m.a. bæjarstjórarnir Lúðvík Geirsson Hafnarfirði og Sigurður Geirdal Kópavogi í fremstu röð. Á milli þeirra er Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, er í annarri röð lengst t.h.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar