Rótaryklúbbur Selfoss

Sigurður Jónsson

Rótaryklúbbur Selfoss

Kaupa Í körfu

Rótaryklúbbur Selfoss afhenti nýlega Vinnustofunni á Gagnheiði 23 á Selfossi sitt árlega jólatré sem starfsmenn tóku á móti og heiðruðu gesti með söng. Það var Þorgeir Sigurðsson sem kveikti á jólatrénu. Í vinnustofunni eru unnar gjafavörur af ýmsu tagi sem starfsmenn selja árlega meðal annars á jólamarkaði en föstudaginn 28. nóvember kl. 10 verður jólamarkaður á Viss við Gagnheiði á Selfossi opnaður og að þessu sinni í Kjarnanum á Selfossi. MYDATEXTI: Árvisst hjá Viss: Starfsmenn Vinnustofunnar sungu fyrir Rótarymenn við móttöku á jólatrénu og að venju var það hátíðleg athöfn í aðdraganda jóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar