Bátasmiðjan Mótun

Þorkell Þorkelsson

Bátasmiðjan Mótun

Kaupa Í körfu

Eykur styrk og gæði og bætir vinnuumhverfið verulega Bátasmiðjan Mótun hefur tekið í notkun nýja aðferð til að steypa trefjaplastbáta. Er hér um að ræða mestu breytingar sem orðið hafa í trefjaplastiðnaði um áratuga skeið. Trefjaplastbátar hafa verið handlagðir í hartnær þrjá áratugi, þ.e. lögð er trefjamotta í sérstakt mót og lím borið yfir mottuna með handverkfærum. Þessu verklagi fylgir talsverður sóðaskapur og uppgufun ýmissa efna sem seint geta talist holl heilsu manna. MYNDATEXTI: Með nýju aðferðinni er glertrefjunum raðað í mót og loftþétt filma lögð yfir. Límið er síðan sogað inn í trefjamotturnar með undirþrýstingi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar