Ísfugl

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ísfugl

Kaupa Í körfu

FRAMLEIÐENDUR á kjúklingakjöti hafa verið til umræðu á sl. mánuðum vegna mikilla rekstrarerfiðleika í greininni. Offramleiðsla á kjúklingakjöti síðasta árið og gríðarleg verðlækkun í kjölfarið hefur leitt til þess að þrjú af þeim fjórum fyrirtækjum sem starfa í greininni hafa verið rekin með tapi síðustu misseri. Stærsti framleiðandinn, Reykjagarður, sem framleiðir Holtakjúklinga og er í eigu Sláturfélags Suðurlands, hefur glímt við mikinn taprekstur og í síðasta mánuði var allur rekstur fyrirtækisins og eignir þess seldar til nýs fyrirtækis með sama nafni í eigu sömu aðila. Gamla félagið er að leita nauðasamninga. Móar, sem hafa verið næststærsti kjúklingaframleiðandinn, voru lýstir gjaldþrota nú í nóvember. Rekstur og eignir hafa verið seld félagi í eigu Mötufjölskyldunnar og verður starfseminni þar haldið áfram. Þá var fyrirtækið Íslandsfugl á Dalvík endurreist í annað sinn með nýjum eigendum eftir gjaldþrot í sumar. Aðeins eitt kjúklingaframleiðslufyrirtæki á Íslandi hefur verið rekið með hagnaði þótt lítill sé. Það er Ísfugl sem rekur sláturhús, kjötvinnslu og dreifingarstöð fyrir afurðir alifugla í Mosfellsbænum. MYNDATEXTI: Stjórnendur eru flestir konur. Helga Hólm framkvæmdastjóri, Þorsteinn Þórhallsson kjötvinnslustjóri, Jóhanna Logadóttir verkstjóri og Hulda Ingólfsdóttir sölustjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar