Gjörgæsla Landspítalans Hrinbraut

Jim Smart

Gjörgæsla Landspítalans Hrinbraut

Kaupa Í körfu

Hinn fjórtán ára Þengill Otri Óskarsson gekk í gegnum ótrúlega læknismeðferð Teymi samansett af svæfinga- og gjörgæslulæknum, hjartaskurðlæknum, gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og sérfræðingum á hjarta- og lungnavél annaðist Þengil Otra, auk margra annarra. ................. Felix, sem er sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, segir bata drengsins ganga kraftaverki næst og margt við meðferðina geti talist nýstárlegt. Meðferð með hjarta- og lungnavél er venjulega beitt við opnar hjartaskurðaðgerðir. Það sem er nýtt við notkun þessarar tækni í tilfelli Þengils Otra er að meðferðin tekur ekki bara tvær til þrjár klukkustundir, eins og við hjartaaðgerð, heldur vikutíma. Ennfremur var þeirri nýjung beitt að líkami Þengils var kældur niður í 32 gráður. MYNDATEXTI: Lykilstarfsmenn við hjarta- og lungnavélina á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, þau Líney Símonardóttir og Stefán Alfreðsson, sérfræðingar á vélinni, Bjarni Torfason yfirlæknir og Felix Valsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Hafa þau fjölda góðra samstarfsmanna sér við hlið þegar upp koma tilvik eins og með Þengil.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar