Hrognavinnsla undirbúin

Sigurður Mar Halldórsson

Hrognavinnsla undirbúin

Kaupa Í körfu

Stefnt er að því að hefja framleiðslu á loðnuhrognum hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn á komandi loðnuvertíð. Mikið af hreinum sjó þarf til vinnslunnar og ekki er hægt að notast við sjóinn úr firðinum vegna þess hve gruggugur hann er. Því hefur fyrirtækið fengið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða til að bora nokkrar holur í grennd við fiskiðjuverið í von um að finna nægilegt magn af ferskum sjó. Að sögn Gunnars Ásgeirssonar, stjórnarformanns Skinneyjar-Þinganess, er búið að bora fjórar holur en ekki hefur enn fundist sjór í nægilegu magni. Gunnar segir að nú muni menn leggjast yfir niðurstöður borananna og ákveða næstu skref.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar