Jólasveinn við Esjurætur

Þorkell Þorkelsson

Jólasveinn við Esjurætur

Kaupa Í körfu

Esjuhlíðar | Leikfangasmiðirnir á verndaða vinnustaðnum Ásgarði fengu undarlegt bréf á dögunum, frá Grýlu sjálfri, þar sem hún bað um hjálp við að koma vitinu fyrir Leikfangasníki, óþægan jólasvein sem ekki fær að vera með í hópi hinna hefðbundnu þrettán. Í bréfinu sagði meðal annars: "Leikfangasníkir er að gera allt og alla kolvitlausa. Hann er kominn með haug af leikföngum sem hann felur undir trjám, oní gjótum, undir steinum og jafnvel bindur í skottið á saklausum hestum eða í halann á kindum. Hann æpir ókvæðisorð að gömlum konum og ullar framan í börn MYNDATEXTI: Allir sáttir: Eftir að hann var króaður af varð Leikfangasníkir hinn blíðasti og vildi endilega láta taka mynd af sér með nýju vinum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar