Guðborg Jónsdóttir og Björn Hróarsson

Steinunn Ásmundsdóttir

Guðborg Jónsdóttir og Björn Hróarsson

Kaupa Í körfu

Egilsstaðir | Út er komin bókin Huldumál - hugverk austfirskra kvenna. Hún inniheldur hugverk 160 kvenna á Austurlandi, allt frá átjándu öld og fram á þennan dag, og má þar líta bundið mál og óbundið, frásagnir, draumtexta og sendibréf, svo nokkuð sé nefnt. Huldumál eru gefin út í tilefni af 75 ára afmæli Sambands austfirskra kvenna, en áður hefur sambærilegt rit komið út eftir konur í Þingeyjarsýslum. Það er útgáfan Pjaxi sem gefur bókina út og hönnun, setningu og umbrot annaðist Björn Hróarsson. Guðborg Jónsdóttir, formaður Sambands austfirskra kvenna, er ritstjóri bókarinnar. MYNDATEXTI: Huldumál - hugverk austfirskra kvenna: Guðborg Jónsdóttir ritstjóri og Björn Hróarsson hjá Pjaxa ehf. á útgáfudegi bókarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar