Björn Rúriksson og Rafn Hafnfjörð

Einar Falur Ingólfsson

Björn Rúriksson og Rafn Hafnfjörð

Kaupa Í körfu

Á hundrað ára afmæli Swarovski-fyrirtækisins árið 1995, var Kristalshöllin opnuð almenningi. Þetta sérkennilega safn, sem falið er undir grasi gróinni hæð sem prýdd er stóru andliti bergrisa, er í Watterns í Austurríki, skammt frá Innsbruck. .. Síðustu árin hafa Kristalshöllin og sýningarsalur Swarovski staðið fyrir kynningu á list og hönnun ólíkra þjóðlanda, sem fyrirtækið telur tengjast framleiðslu sinni á einhvern hátt. Fyrst var sjónum beint að löndum á borð við Ástralíu og Kína. Á síðastliðnu ári kom sýningarstjóri frá Swarovski til Íslands og sótti heim ólíka listamenn og hönnuði, í þeim tilgangi að velja sýnendur á Íslandskynninguna. Tveir þeirra voru margreyndir og þekktir náttúru- og landslagsljósmyndarar, Björn Rúriksson og Rafn Hafnfjörð. Þeir segja sýningarstjórann hafa verið að leita að ljósmyndum sem annarsvegar átti að nota í bakgrunna fyrir sýningu á íslenskri tísku, og síðan ljósmyndir sem tengdust hugmyndum um tröll, álfa og þjóðtrú MYNDATEXTI: Björn Rúriksson og Rafn Hafnfjörð sýndu myndir á ólíkan hátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar