Fjölvirkjar

Kristján Kristjánsson

Fjölvirkjar

Kaupa Í körfu

ELLEFU starfsmenn hjá þremur fyrirtækjum á Akureyri, Slippstöðinni, Sandblæstri og málmhúðun og Möl og sandi hafa lokið 100 klukkustunda fjölvirkjanámi. Þetta er fyrsti hópurinn sem lýkur fjölvirkjanáminu, en það er skipulagt af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY, í samvinnu við Einingu-Iðju og Félag byggingamanna. Fjölvirkjanám er starfsnám, ætlað sérhæfðum ófaglærðum lykilstarfsmönnum í iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum og er þannig uppbyggt að það styrkir bæði persónulega og faglega hæfni nemanna MYNDATEXTI: Níu af þeim ellefu fjölvirkjum sem voru mættir við útskriftina. MYNDATEXTI: Hannes Sigurðsson í verslun Sandblásturs og málmhúðunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar