Þórsarar moka skít

Skapti Hallgrímsson

Þórsarar moka skít

Kaupa Í körfu

Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið, og segja má að félagar í íþróttahreyfingunni þekki vel til þessa. Rekstur íþróttafélaga er yfirleitt erfiður og gjarnan gripið til ýmissa óvenjulegra ráða í því skyni að afla fjár til rekstrarins. Forráðamenn og nokkrir velunnarar handknattleiksdeildar Þórs á Akureyri tóku til dæmis að sér einn morguninn á dögunum að stinga út úr fjárhúsi í nágrenni bæjarins. Taðið verður síðan notað til þess að reykja jólahangikjötið að ári. Á myndinni eru Aðalsteinn Sigurgeirsson, til vinstri, fyrrverandi formaður Þórs - og raunar faðir þjálfara liðsins, Sigurpáls Árna, og eins stjórnarmanna handknattleiksdeildar, Geirs Kristins - og Helgi Eyþórsson, sem nú situr í stjórn handknattleiksdeildar félagsins, glaðhlakkalegir í dyrum fjárhússins með "fullhlaðna" gafflana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar