Jólakonfekt Söndru

Jólakonfekt Söndru

Kaupa Í körfu

Stemningin er einstök við eldhúsborðið hjá Söndru Grétarsdóttur og Völu Ósk dóttur hennar. Þar fá allir að vera með í jólakonfektfjörinu enda leggja þær mæðgur áherslu á að allir skemmti sér: Börn, konur, karlar og hundurinn Bjartur. Kertaljósin gefa hlýlega birtu og jólalögin hljóma úr hljómflutningstækjunum. Sandra er mikil jólakona og föndrar allt sitt jólaskraut sjálf. Konfektið býr hún til fyrst og fremst til að gefa ættingjum og vinum sem aukajólagjafir og setur í frumlegar heimagerðar umbúðir MYNDATEXTI Gaman að vera saman við konfektgerð. Frá vinstri: Sandra, Bjarni bróðir með óskírða dóttur í fanginu, Vala Ósk með heimilishundinn Bjart, Melkorka Völuvinkona, Hrafnhildur mágkona, Aron frændi og Kristinn Melkorkubróðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar