Involtini

Jim Smart

Involtini

Kaupa Í körfu

Jól og ekki síður áramót eru tími mikilla veisluhalda víða um heim, enda áramótafagnaðir ekki eingöngu bundnir við kristna trú. Á kaffihúsinu Café Kulture sem starfrækt er í Alþjóðahúsinu starfar fólk af mörgu ólíku þjóðerni og hefur frá upphafi verið leitast við að láta fjölbreyttan og alþjóðlegan matseðil endurspegla það alþjóðlega starf sem fram fer í húsinu. En auk þess hafa einnig verið haldnar sérstakar þemavikur þar sem matargerð ákveðinnar þjóðar er tekin fyrir. Að sögn Murats Özkans, sem sér um rekstur kaffihússins, hefur þetta mælst vel fyrir og segir hann Íslendinga jákvæða gagnvart slíkum nýjungum. Sjálfur er Murat frá Tyrklandi, en hefur búið hér á landi í átta ár MYNDATEXTI: Involtini, bæði fljótlegt og bragðgott.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar