Jónas Hermannsson

Þorkell Þorkelsson

Jónas Hermannsson

Kaupa Í körfu

Jónas Hermannsson, rúmlega fimmtugur járnsmiður, á sér athvarf í bílskúr við Tjarnarstíg 1 á Seltjarnarnesi. Hann býr í því húsi á 2. hæð með undravert útsýni til allra átta. "Mér finnst gott að sjá bæði fjöll og sjó út um gluggana," útskýrir hann af hógværð og einlægni. Milli þess sem Jónas vinnur að lagfæringum og viðhaldi fyrir Samskip leyfir hann sér þann munað að koma eigin hugmyndum í fast form. "Jú, ætli það blundi ekki einhver listamannagen í mér," segir hann aðspurður. Dóttir hans Margrét er myndlistarmaður og í ljós kemur að heimili hans er fullt af listmunum sem ýmsir í fjölskyldunni hafa gert í gegnum tíðina. "Þegar Margrét var í námi kvartaði hún undan því að málaratrönur væru óþjálar. Ég fór þá út í skúr og hannaði trönur á hjólum sem nú njóta mikilla vinsælda meðal nemenda í Listaháskólanum og myndlistarmanna, enda þykja þær mjög handhægar og þægilegar." MYNDATEXTI: Jónas Hermannsson er viðkunnanlegur járnsmiður á Nesinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar