Ópera Reykjavíkur

Sverrir Vilhelmsson

Ópera Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

ÓPERA Reykjavíkur og veitingahúsið Tjarnarbakkinn hafa tekið höndum saman og bjóða upp á óperudagskrá í Iðnó nú í desember. Söngvarar af ungu kynslóðinni flytja atriði úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet. Lögin ættu flestir að kannast við, s.s. söng nautabanans - Toreador - og Habaneruna sem Carmen syngur. Ópera Reykjavíkur breytti nýlega um nafn, hét áður Sumarópera Reykjavíkur. Hún gerði nú nýlega þriggja ára samning við Reykjavíkurborg um samfellda óperudagskrá allt árið, og eru þessi óperukvöld í Iðnó fyrsti liður í því. Aðeins verður sýnt þrisvar, 12., 13. og 19. desember. Sex söngvarar taka þátt í flutningnum. Hlutverk Carmen syngur Rósalind Gísladóttir, en hún er nýkomin úr framhaldsnámi á Spáni. Snorri Wium syngur Don José, Valgerður Guðnadóttir syngur Micaelu, Hrólfur Sæmundsson syngur hlutverk nautabanans og Hrafnhildur Björnsdóttir syngur hlutverk Frasquitu. Iwona Jagla leikur á píanó. MYNDATEXTI: Ópera Reykjavíkur syngur úr Carmen í desember.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar