Ragnheiður Skúladóttir

Þorkell Þorkelsson

Ragnheiður Skúladóttir

Kaupa Í körfu

Hvernig væri að breyta til og bjóða upp á fondue yfir hátíðarnar? Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistardeildar Listaháskóla Íslands, er ein þeirra sem hafa gaman af eldamennsku og vílar ekki fyrir sér að standa í eldhúsinu í tvo daga við undirbúning. Hún tók saman uppskriftir að 10 mismunandi réttum og kryddmauki með lamba-fondue úr indverskri kokkabók sem bandarískur skólafélagi gaf henni. "Æ, það er svo leiðinlegt að elda einn rétt," segir hún. "Ég er þannig kokkur að mér finnst skemmtilegast að reyna nýja rétti, eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Best er að fylgja uppskriftinni af samviskusemi svona í fyrsta sinn því einhver ástæða er fyrir því að kokkarnir eru að setja þær á blað. Næsta skref er að betrumbæta réttinn að eigin smekk."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar