Ferðafuða - verk Heklu Daggar Jónsdóttur

Sverrir Vilhelmsson

Ferðafuða - verk Heklu Daggar Jónsdóttur

Kaupa Í körfu

Sýningin Ferðafuða hefur farið hringinn í kringum landið á tveimur árum og er nú til sýnis í Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Myndlistarmennirnir Harpa Björnsdóttir og Ólöf Nordal sögðu Silju Björk Huldudóttur frá hugmyndinni að baki hringferðinni. FARANDSÝNINGIN Ferðafuða hefur nú farið um landið á tveimur árum og er komin á Kjarvalsstaði þar sem hún verður til sýnis fram til 25. janúar nk. Á sýningunni má sjá "míníatúra" eða smáverk í stærðinni 15x15 cm eftir 162 myndlistarmenn víðs vegar að af landinu. Sýningin var upphaflega opnuð í Slunkaríki á Ísafirði, einu minnsta galleríi landsins, í september árið 2001. Þaðan lá leiðin til Akureyrar, þar sem sýnt var á Listasumri 2002 í einum stærsta sýningarsal landsbyggðarinnar, Ketilhúsinu. Haustið 2002 var síðan sýnt í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, þaðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem sýnt var í Áhaldahúsinu og endastöðin er í Reykjavík, þar sem ferðalaginu lýkur. MYND nr. 5 Samtals taka 162 myndlistarmenn þatt í sýningunni Ferðafuðu á Kjarvalsstöðum. Fremst á myndinni má sjá verkið Thums up - thumbs down eftir Heklu Dögg Jónsdóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar