Kertastjakar

Jim Smart

Kertastjakar

Kaupa Í körfu

Ekki er vitað hvernig fyrstu kertin urðu til en fundist hafa kertastjakar í Egyptalandi úr leir frá fjórðu öld fyrir Krist. Vitað er að Kínverjar og Japanar til forna unnu vax úr skordýrum og fræjum og settu í pappírsmót. Í indverskum musterum voru notaðir kveikir með vaxi sem var unnið úr sjóðandi kanil. Hér á Íslandi notuðum við lengi framan af tólgarkerti unnin úr fitunni af íslensku sauðkindinni. Kveikurinn var gerður úr fífu og var tólgin brædd og henni hellt ofan í strokk með volgu vatni og kveiknum dýft ofan í aftur og aftur þangað til nógu mikil tólg hafði fest við svo úr varð kerti. Kertin voru líka steypt í sérstök kertaform. Til hátíðabirðgða eins og á jólum voru búin til þríarmakerti, svokölluð kóngakerti. Kertin stóðu venjulega á kertastikum úr tré eða málmi og voru kertin annaðhvort í venjulegri holu eða fjöður hélt kertinu föstu við trébút. MYNDATEXTI: Coryllusgrein, þ.e. nornahesli, er bundin við smíðajárnið en ja´rnið sjálft er skreytt með silkigreinum í gylltum lit. Koparbrúnar slaufur og jólakúlur gefa kertastjakanum jólalegt yfirbragð. Kertastjakinn er frá Garðheimum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar