Fjáröflun Hringskvenna

Birkir Fanndal Haraldsson

Fjáröflun Hringskvenna

Kaupa Í körfu

Slysavarnadeildin Hringur heitir öflugt félag kvenna hér í sveit. Þær konurnar eru duglegar að afla fjár til góðra verka og eru með fjölbreyttar fjáröflunarleiðir. Fyrir hver jól koma þær saman í húsnæði sínu og útbúa kertaskreytingar, kransa og fleira jólalegt. Þrátt fyrir heimilisannir gefa þær sér tíma til að útbúa nær 200 skreytingar sem þær fara síðan með um sveitina og selja okkur hinum sem gjarnan bíðum eftir söluferð þeirra. MYNDATEXTI: Jólin undirbúin í Mývatnssveit: Hringskonur við gerð jólaskreytinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar