Símakonur föndra

Sverrir Vilhelmsson

Símakonur föndra

Kaupa Í körfu

JÓLASTEMMNING| Samstarfskonur föndra saman Það var aldeilis jólastemning hjá nokkrum starfsstúlkum Símans þegar þær komu saman eitt kvöldið fyrir skömmu að afloknum vinnudegi til að föndra fyrir jólin. Sá siður er nú orðinn árviss hjá þeim samstarfskonum og mæta venjulega um það bil fimmtán konur í föndurgerðina ár hvert. Að þessu sinni fengu þær til liðs við sig Hrönn Óskarsdóttur, sem er lærður blómaskreytingameistari frá Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, en áður hafa þessar handlögnu konur ávallt notað eigið hugmyndaflug við jólaföndrið. MYNDATEXTI: Símakonur: Sitjandi frá vinstri: Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Helga Áskels Jónsdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir, Guðmunda Lilja Gunnarsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Standandi frá vinstri: Margrét Hauksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, María Lísa Benediktsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Sigrún Ósk Ingadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir blómaskreytingameistari, Ester Jónatansdóttir, Sigfríður Guðjónsdóttir og Sigrún Sif Stefánsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar