Edda miðlun og SÍBS

©Sverrir Vilhelmsson

Edda miðlun og SÍBS

Kaupa Í körfu

ÞAÐ má segja að það hafi verið talsvert happdrætti fyrir duglausu bóndakonuna að giska rétt á nafn Gilitruttar og fá í staðinn fullofinn ullarstrangann sem hún hafði ekki nennt að vefa sjálf. Jú, - svolítil áhætta var auðvitað með í spilinu, en vinningurinn hennar virði. Í dag eru þau Gilitrutt, Ása, Signý og Helga, Búkolla, Jón smali, Móhúsa-skotta, Marbendill, móðir mín í kví, kví og átján barna faðir í Álfheimum, allt þeirra heimafólk og hyski, enn komin í spor Gilitruttar forðum, því við hin, sem ekki búum í þjóðsögunum getum nú hreppt þau í vinning, öll með húð og hári og halann með. Happdrætti SÍBS og Edda útgáfa, hafa nefninlega gert með sér samkomulag um að Íslenskar þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar verði á vinningaskrá happdrættisins árið 2004. Verðmæti samningsins nemur liðlega 90 milljónum króna. MYNDATEXTI: Samningur Eddu og Happdrættis SÍBS um Þjóðsögur Jóns Árnasonar undirritaður í gær. Kristín Þóra Sverrisdóttir, skrifstofustjóri SÍBS, Hrannar Björn Arnarson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Eddu, Páll Valsson, útgáfustjóri Þjóðsögu, og í fremri röð: Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, og Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu útgáfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar