Verslunin Lónið - Jólahangikjötið

Líney Sigurðardóttir

Verslunin Lónið - Jólahangikjötið

Kaupa Í körfu

Desember er tími hangikjötsins enda þykir það ómissandi á jólaborðið. Taðreykt er það herramannsmatur hvort sem það er hrátt eða soðið en hráa hangikjötið verður sífellt vinsælla á hátíðaborð manna.Ragnar Már Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, kynnti hangikjöt sitt í versluninni Lóninu en það reykir hann í eigin kofa og uppkveikjan er að sjálfsögðu tað og að auki dálítið af alaskavíði og viðju, eftir því sem til fellur úr garðinum. MYNDATEXTI: Jólahangikjötið kitlar bragðlauka Kristínar Kristjánsdóttur og Guðrúnar Helgadóttur og hráa hangikjötið var ljúfmeti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar