Angelino frá Chile

Þorkell Þorkelsson

Angelino frá Chile

Kaupa Í körfu

ANGELINO hefur mikla reynslu af veiðum og vinnslu á krabba og segja má að hann sé frumkvöðull í krabbanum. Hann er frá Chile, en byrjaði á krabbaveiðum við Falklandseyjar, þegar þær hófust þar fyrir nokkrum árum. Síðan lá leiðin til Grænlands. Hann segir að veiðarnar þar hafi gengið mjög vel til að byrja með en síðan hafi stjórnvöld heimilað allt of mörgum skipum veiðar og stofninn hafi hrunið á örfáum árum. Þaðan lá leið hans til Færeyja. Þar var einn bátur með leyfi og hefur það gengið vel og töluvert er af krabba innan lögsögu eyjanna. Loks hefur leiðin legið til Íslands, en þeir Kristján og félagar höfðu uppi á Angelino í Færeyjum. MYNDATEXTI: Angelino er frá Chile, en hefur stundað veiðar á krabba víða um heim. ( Grænlenskur togari sem veiðir krabba )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar