Kárahnjúkar - kaþólsk messa

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkar - kaþólsk messa

Kaupa Í körfu

HEILÖG Barbara, verndardýrlingur þeirra sem vinna við ýmiss konar jarðvinnu, var í aðalhlutverki í kaþólskri messu í aðkomugöngum eitt við Kárahnjúka í gær. Séra Patrick, prestur kaþólskra, fór með fyrirbænir og blessun. Þrátt fyrir að flestir starfsmenn virkjunarinnar hefðu farið á Egilsstaði að gera sér glaðan dag, vegna hátíðar heilagrar Barböru, voru um fjörutíu messugestir í göngunum, aðallega yfirmenn og börn þeirra. Komið hefur verið fyrir nokkrum styttum af heilagri Barböru inni í göngunum, starfsmönnum til verndar. Voru þessar styttur blessaðar og naut séra Patrick aðstoðar króatísku nunnunnar Celestine við blessunina. MYNDATEXTI: Meðal messugesta í aðkomugöngum eitt í gærmorgun voru nokkur börn ítalskra starfsmanna Impregilo. Um 40 manns voru við athöfnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar