Kárahnjúkar - kaþólsk messa
Kaupa Í körfu
HEILÖG Barbara, verndardýrlingur þeirra sem vinna við ýmiss konar jarðvinnu, var í aðalhlutverki í kaþólskri messu í aðkomugöngum eitt við Kárahnjúka í gær. Séra Patrick, prestur kaþólskra, fór með fyrirbænir og blessun. Þrátt fyrir að flestir starfsmenn virkjunarinnar hefðu farið á Egilsstaði að gera sér glaðan dag, vegna hátíðar heilagrar Barböru, voru um fjörutíu messugestir í göngunum, aðallega yfirmenn og börn þeirra. Komið hefur verið fyrir nokkrum styttum af heilagri Barböru inni í göngunum, starfsmönnum til verndar. Voru þessar styttur blessaðar og naut séra Patrick aðstoðar króatísku nunnunnar Celestine við blessunina. MYNDATEXTI: Prestur kaþólskra, sr. Patrick, ákallaði verndardýrlinginn heilaga Barböru um vernd gegn slysum og óhöppum og bað um blessun til handa þeim fjölmörgu sem vinna við virkjunarframkvæmdina.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir