Kárahnjúkar - kaþólsk messa

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkar - kaþólsk messa

Kaupa Í körfu

Kárahnjúkar | Við biðjum Guð og heilaga Barböru að blessa þessa framkvæmd og vernda þá sem hér vinna fyrir slysum og óhöppum," sagði prestur kaþólskra, sr. Patrick, í hátíðarmessu í Kárahnjúkavirkjun í gær. Mikið var um dýrðir á virkjunarsvæðinu og hófst dagskrá með messu í aðkomugöngum 1, þar sem sr. Patrick hafði kaþólska messu með fyrirbænum og blessun. Um fjörutíu manns, karlar, konur og börn, voru messugestir í göngunum og hafði verið sett upp altari framan við borvagn, sem myndaði með sínum þremur örmum nokkurs konar tákn heilagrar þrenningar. Messugestir gengu til altaris og þáðu sakramenti og að því búnu var stytta af verndardýrlingnum Barböru, sem komið hefur verið fyrir hátt í gangaveggnum, blessuð. Vernd heilagrar Barböru nær til fjölmargra starfsgreina tengdra jarðvinnu, m.a. sprengiefnamanna, enda heita allar sprengiefnageymslur við virkjunina nafni hennar. MYNDATEXTI: Í aðveitugöngum eitt þótti tryggara að setja járngrind fyrir svo ekkert henti heilaga Barböru, verndara jarðvinnufólks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar