Tilnefningar

©Sverrir Vilhelmsson

Tilnefningar

Kaupa Í körfu

TILKYNNT var um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunannaí gærkvöld. Að venju voru tilnefndar fimm bækur úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis og fimm bækur úr flokki fagurbókmennta. Tvær þriggja manna dómnefndir völdu verkin sem tilnefnd voru. ........ Úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru tilnefndar: Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur, útg. Salka. Halldór eftir Hannes H. Gissurarson, útg. Almenna bókafélagið. Jón Sigurðsson - Ævisaga II eftir Guðjón Friðriksson, útg. Mál og menning. Saga Reykjavíkur - í þúsund ár, 870-1870 fyrri og seinni hluti eftir Þorleif Óskarsson, útg. Iðunn. Valtýr Stefánsson - Ritstjóri Morgunblaðsins eftir Jakob F. Ásgeirsson, útg. Almenna bókafélagið .............. Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson, útg. Bjartur. Skugga-Baldur eftir Sjón útg. Bjartur. Stormur eftir Einar Kárason, útg. Mál og menning. Tvífundnaland eftir Gyrði Elíasson, útg. Mál og menning. Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson, útg. JPV útgáfa. MYNDATEXTI: Höfundar sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003. Á myndina vantar Gyrði Elíasson og Bergsvein Birgisson en fulltrúar þeirra voru viðstaddir athöfnina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar