Sjúkrahús Suðurlands

Sigurður Jónsson

Sjúkrahús Suðurlands

Kaupa Í körfu

STJÓRN Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga, SASS hefur harðlega átalið að ekki skuli staðið við gefin loforð og tryggðir fjármunir á fjárlögum til viðbyggingar við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi, en hún á m.a. að hýsa starfsemi sem nú fer fram á Ljósheimum á Selfossi. "Það vekur undrun að ráðamenn skuli áfram bjóða sjúklingum og starfsfólki þá aðstöðu sem er á Ljósheimum, en þar hefur starfsemin verið rekin á undanþágu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands undanfarin þrjú ár," segir í ályktun sem samþykkt var á fundi SASS í vikunni og afhent þingmönnum Suðurkjördæmis. MYNDATEXTI: Ljósheimar: Starfsemin hefur verið rekin á undanþágu heilbrigðiseftirlits undanfarin ár. Einnig hafa brunaeftirlit og vinnueftirlit veitt undanþágur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar