Njálsgata 9

Ásdís Ásgeirsdóttir

Njálsgata 9

Kaupa Í körfu

Hinn 29. janúar árið 1912 fær Tyggvi Árnasson trésmíðameistari leyfi til þess að byggja sér hús við Njálsgötu að grunnfleti 75,5 ferm. Fyrsta brunavirðingin á húsinu var gerð 23. apríl 1912. Þar segir að húsið sé byggt af timbri ein hæð og ris á steyptum kjallara. Ris hússins er bratt, 4 álnir að hæð. Húsið er klætt að utan með 1" borðum, pappa, listum og járni yfir á veggjum og þaki. Í binding er klætt með pappa, einnig innan á binding. Milligólf er í báðum bitalögum. Niðri eru þrjú herbergi, eldhús, gangur, búr og tveir skápar. Allt þiljað með pappa á veggjum en striga og pappa í loftum. Hæðin er öll máluð. Þar eru tveir ofnar til upphitunar og ein eldavél

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar