Aðventa í Þórshafnarkirkjju

Líney Sigurðardóttir

Aðventa í Þórshafnarkirkjju

Kaupa Í körfu

fjölmenn aðventuhátíð var í Þórshafnarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu og börnin tóku þátt í helgihaldinu. Nemendur tónlistarskólans léku á hljóðfæri, fermingarbörn lásu úr Nýja testamenti og yngstu börnin, bæði úr sunnudagaskóla og grunnskóla, sungu með kirkjukórnum. Að messu lokinni voru allir velkomnir í safnaðarheimilið þar sem Kvenfélagið Hvöt var með kaffiveitingar. Þar var einnig sýning á ýmiss konar handverki eftir hagleiksfólk í byggðarlaginu og margt fallegt þar að sjá sem freistaði bæði barna og fullorðinna. MYNDATEXTI: Margs konar handverk var á sýningunni og jólalegt um að litast auk þess sem kaffiborð kvenfélagsins var vinsælt að venju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar