Vestmannaeyingar funda með þingmönnum

Jim Smart

Vestmannaeyingar funda með þingmönnum

Kaupa Í körfu

Við fengum góðar móttökur hjá þingmönnunum. Þeir hlustuðu á rök okkar, en ég veit svo sem ekkert hvað kemur út úr þessu," segir Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Magnús gekk á fund þingmanna Suðurkjördæmis í Alþingishúsinu í gær ásamt Bergi Elías Ágústssyni, bæjarstjóra og Arnari Hjaltalín, formanni Drífanda, stéttarfélags, til að kynna afstöðu fjölda stéttarfélaga og annarra aðila í Vestmannaeyjum til framkomins frumvarps um línuívilnun til dagróðrabáta sem róa með línu og beita í landi. Myndatexti: Vestmannaeyingar funda með þingmönnum Suðurkjördæmis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er lengst til vinstri. Þá koma Magnús Kristinsson, Bergur Elías Ágústsson, Arnar Hjaltalín, fulltrúar Eyjamanna, og loks Guðjón Hjörleifsson, þingmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar