Íshaf Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Íshaf Húsavík

Kaupa Í körfu

"Gangi rekstur þessa fyrirtækis ekki upp er ekki hægt að reka rækjuverksmiðju á Íslandi." Stærsta rækjufyrirtæki landsins, Íshaf, hefur litið dagsins ljós á Húsavík. Meðgangan var stutt, aðeins rúmt ár, og fæðingarhríðirnar snarpar ........... Með uppstokkun á rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur (FH) hefur rekstur rækjuveiða og -vinnslu verið aðskilinn frá hefðbundinni bolfiskvinnslu. Stofnað hefur verið nýtt félag um rækjuhlutann, félag sem hefur fengið nafnið Íshaf og er án nokkurs vafa stærsta og öflugasta rækjufyrirtæki landsins. MYNDATEXTI: Rækjuvinnsla Íshafs á Húsavík er mjög fullkomin og afkastar um 10 þúsund tonnum á ári. Þó að verksmiðjan sé keyrð á fullum afköstum vinna innan við 10 starfsmenn við vinnsluna á hverri vakt en vinnslan er að mestu sjálfvirk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar