Íþróttamaður ársins í röðum fatlaðra

Íþróttamaður ársins í röðum fatlaðra

Kaupa Í körfu

Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson voru í gær útnefnd íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Kristín Rós vann til fernra gullverðlauna á opna breska sundmeistaramótinu og því kanadíska og þá var hún sigursæl á Íslandsmóti ÍF og bikarkeppni ÍF en þetta er í níunda skipti sem hún hlýtur sæmdarheitið. Jón Oddur hlaut tvenn gullverðlaun á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum og einnig á opna breska mótinu og þá sigraði hann í þeim greinum sem hann tók þátt í á Íslandsmóti ÍF. Myndatexti: Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson með verðlaunagripi sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar