Litla Jólabúðin - Anne Helen Lindsay

Ásdís Ásgeirsdóttir

Litla Jólabúðin - Anne Helen Lindsay

Kaupa Í körfu

Þrjár jólabúðir eru nú starfræktar hér á landi árið um kring og þar er hægt að komast í jólastemningu hvort sem sól er hátt á lofti eða ekki. LITLA JÓLABÚÐIN | Anne Helen Lindsay Litla kirkjan með rauða þakinu Anne Helen Lindsay: Með kirkjuna sem kom á heimili foreldra hennar þegar hún var tíu ára. Það er bara einn hlutur sem kemur til greina ef ég er spurð um uppáhalds jólaskrautið og það er lítil kirkja úr járni, máluð hvít með rauðu þaki, sem hefur fylgt mér í tæpa hálfa öld. Hún kom fyrst inn á heimilið þegar ég var tíu ára gömul og ég man hvað það var spennandi að fá að setja hana saman fyrir jólin. Svo eftir að ég giftist og varð móðir þriggja drengja, rifust þeir alltaf um að fá að setja kirkjuna saman," segir Anne Helen Lindsay, sem á og rekur Litlu jólabúðina í bakhúsi við heimili sitt að Grundarstíg 7 í Reykjavík, ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Hafsteinssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar