Jólahúsið - Þóra Gunnarsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Jólahúsið - Þóra Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Þrjár jólabúðir eru nú starfræktar hér á landi árið um kring og þar er hægt að komast í jólastemningu hvort sem sól er hátt á lofti eða ekki. JÓLAHÚSIÐ | Þóra Gunnarsdóttir Kertastjakinn á náttborðinu Litla rauða keramikkertastjakann, sem mamma gaf mér þegar ég var eins árs, set ég alltaf á náttborðið mitt fyrir jólin þó hann sé orðinn alveg svakalega sjúskaður. Þessi litli stjaki stendur í mínum huga fyrir allt það sem mér finnst jólin tákna. Það tengist ekki síst minningum mínum um það sem mamma mín gerði fyrir mig sem barn, en ég held að í hugarfylgsnum mannanna leynist einmitt svolítið margar minningar um undirbúning mæðranna fyrir jólin og allt stressið, sem oftar en ekki reyndist nauðsynlegur fylgifiskur," segir Þóra Gunnarsdóttir, eigandi Jólahússins, sem opnað var í nóvember 1998 við Smiðjuveg í Kópavogi en hefur nú flutt á Skólavörðustíg í Reykjavík. MYNDATEXTI: Þóra Gunnarsdóttir: Með keramikkertastjakann góða sem hún hefur alltaf á náttborðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar