Ragnar Jóhannsson

Ragnar Jóhannsson

Kaupa Í körfu

Nokkur hundruð manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla fyrirliggjandi frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna. Á mörgum þeirra var að merkja að þeir voru óánægðir með framgöngu þingmanna og sögðu þetta koma í kjölfar annarra mála þar sem skerða átti réttindi láglaunafólks, atvinnulausra og öryrkja. Það væri miður að þetta frumvarp kæmi fram núna í aðdraganda jólahaldsins. Ragnar Jóhannsson sagðist hafa séð ástæðu til að mótmæla frumvarpinu í ljósi þess að forsætisráðherra hefði fyrir stuttu mótmælt háum launagreiðslum stjórnenda Kaupþings-Búnaðarbanka en geri svo nákvæmlega sama hlutinn sjálfur. Mismunurinn sé einungis sá að forsætisráðherra fái greitt af peningum skattgreiðenda en greiðslur til stjórnenda Kaupþings séu í eigu hluthafa bankans, sem sé þeirra mál. MYNDATEXTI: Ragnar Jóhannsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar