Viktóría Áskelsdóttir

Viktóría Áskelsdóttir

Kaupa Í körfu

Nokkur hundruð manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla fyrirliggjandi frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna. Á mörgum þeirra var að merkja að þeir voru óánægðir með framgöngu þingmanna og sögðu þetta koma í kjölfar annarra mála þar sem skerða átti réttindi láglaunafólks, atvinnulausra og öryrkja. Það væri miður að þetta frumvarp kæmi fram núna í aðdraganda jólahaldsins. ................ Viktoría Áskelsdóttir sagðist vera einstæð móðir og alltaf hafa haft lág- eða meðallaun í gegnum tíðina. Hún borgaði mikið í skatt og fengi lítið í staðinn. Þingmenn væru duglegir að skrapa af launum láglaunafólks svo þeir gætu borgað sjálfum sér góð laun. Það væri siðlaust. MYNDATEXTI: Viktóría Áskelsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar