Hálsóttur og morauður ferhyrndir

Jónas Erlendsson

Hálsóttur og morauður ferhyrndir

Kaupa Í körfu

ÞESSA dagana eru sauðfjársæðingar í fullum gangi í Mýrdalnum. Þar af leiðandi fá hrútarnir að hvíla sig í nokkra daga hvort sem þeim líkar betur eða verr. Á bænum Kerlingadal í Mýrdal var Ólafur Þorsteinn Gunnarsson að sæða á hjá Karli Pálmasyni en sæðið kemur frá kynbótastöðinni í Laugardælum og er úr sérvöldum hrútum. Notfæra bændur sér þennan möguleika til að bæta ræktun í fjárstofnum sínum og einnig til að minnka hættu á skyldleikaræktun. Í Kerlingadal er bæði hyrnt og kollótt fé, einnig hafa þar lengi verið til örfáar ferhyrndar kindur, en ferhyrnt fé er frekar sjaldgæft. Bræðurnir á myndinni eru einmitt komnir út af þessum stofni en faðir þeirra er ferhyrndur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar