Fundaferð Hafró

Gunnlaugur Árnason

Fundaferð Hafró

Kaupa Í körfu

Fundaferð Hafró um landið er lokið "FUNDIR Hafrannsóknastofnunarinnar um landið eru einkum haldnir í því skyni að efla umræðu um skynsamlega nýtingu auðlindarinnar og styrkja tengsl við þá sem sækja sjóinn," segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, en fundaferð stofnunarinnar um landið lauk í síðustu viku. Að þessu sinni voru fundir um hafrannsóknir og veiðiráðgjöf haldnir á Ísafirði, Höfn, Reyðarfirði, Akureyri, í Vestmannaeyjum, Grindavík og Stykkishólmi. Á fundunum héldu forstjóri og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar fjölbreytt erindi, ræddu við fundargesti og svöruðu fjölmörgum fyrirspurnum. MYNDATEXTI: Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, ásamt fyrirlesurum á fundi stofnunarinnar í Stykkishólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar