Jólavaka á leikskólanum Krógabóli

Kristján Kristjánsson

Jólavaka á leikskólanum Krógabóli

Kaupa Í körfu

Fá fræðslu um jólahald á Íslandi fyrr á öldum JÓLAVAKA hefur verið haldin í Minjasafnskirkjunni og Nonnahúsi að undanförnu. Börn af leik- og grunnskólum Akureyrar hafa komið í heimsókn og hefur Haraldur Þór Egilsson tekið á móti hópunum og frætt börnin um jólahald á Íslandi fyrr á öldum og um siði og venjur tengda jólahaldi á 19. og fyrri hluta 20. aldar. Þá hafa börnin skoðað muni tengda jólunum, sungið jólalög og hlustað á sögur. Börnin eru ekki aðeins þiggjendur, þau koma með jólaskraut sem þau hafa búið til í skólunum, hengja það á gamla jólatréð í kirkjunni og verður það hluti af skrauti kirkjunnar um jólin. Börnin fara svo yfir í Nonnahús og skoða híbýlin þar og fá að heyra um jólin hans Nonna á Skipalóni.. MYNDATEXTI: Börn á leikskólanum Krógabóli komu í heimsókn í Minjasafnskirkjuna og hengdu jólaskraut sem þau höfðu búið til á jólatré í kirkjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar